V E Ð R i Ð

  • The WeatherPixie:

Bókin

Skólabókin

« Svefnskuldin að fullu greidd. | Main | Lærdómur »

Monday, November 29, 2004

Comments

Jóda

ég held að þetta hljóti að vera rugl. Það eru (sem betur fer) ekki allar konur sem hafa Marie Clair og og álíka tímarit fyrir biblíur og eru fastar í þeirri hugmynd að þær verði að vera eins og litlu stelpurnar í blöðunum.
Ég hreinlega neita að trúa því, því mér finnst við ÆÐISLEGAR!!!
Ég myndi segja svona 50/50 í stað 20/80

Unnur María

Mér finnst þetta ekki ósennilegt, ég er í dag mjög sátt við minn líkama en það eru ekki mörg ár síðan ég sætti mig fullkomlega við umbreytinguna frá því að vera unglingsstelpa yfir í að vera kona. Samt var Marie Clair aldrei mín biblía og mín sjálfsmynd frekar í því falin að vera góð í íþróttum eða klár nördastelpa frekar en í því að vera sæt. Og það að vera ósátt við líkama minn snerist ekki endilega um að vera ekki nógu mjó heldur líka á tímabili þegar ég var unglingur um það að vera of mjó.

Það sem mér þætti forvitnilegt að vita væri hvort þessi könnun hefði sýnt fram á einhvern mun á milli aldurshóp, hvað t.d. konum 15-20 ára hefði fundist og hvað konum eldri en fertugt þætti. Mér finnst ekki ósennilegt að eftir því sem líf fólks verður innihaldsríkara og það vissara um sjálft sig að svona útlitsdót fari að skipta minna máli. Sérstaklega gæti ég líka trúað því að það skipti máli hvort fólk væri búið að finna sér lífsförunaut eða hvort það væri ennþá að leita. En maður veit ekki, miðað það að meirihluti fólks sem fer í lýtaaðgerðir er komið af unglingsárunum og að píku,,lýta"aðgerðir eru bullandi vinsælt trend þá kannski nær óöryggi fólks dýpra en maður heldur.

Lína

Jóda - ég verð að segja að ég er sammála þér - mér finnst við FRÁBÆRAR. En ég á ennþá þessar helvítis buxur inni í skáp sem ég ÆTLA að komast í - svo ég er líklega smituð.

Það er e.t.v. ekki skrýtið að niðurstöðurnar séu svona sláandi í könnun sem gerð er hjá Marie Claire, sem þrátt fyrir tag line-ið "The only glossy with brains" er ekki hótinu skárra heldur en öll hin.

Stundum finnst mér eins og þessi útlitsdýrkun sé stærsta orsökin fyrir því að jafnréttismálin eru svona skammt á veg komin (og ekki fara að tala um feðraorlof því þá æli ég). Þegar konur eru svona uppteknar af því að hafa áhyggjur af útliti sínu og eyða svona gríðarlegum fjármunum í allt draslið sem þarf fyrir "sómasamlegt viðhald", hvernig eiga þær þá að hafa tíma til að hafa áhuga og áhyggjur af öllu sem er að gerast í kringum þær. Sér í lagi þegar að komment á kvenfyrirmyndirnar í kringum okkur eru svona útlitstengdar. Hversu oft hefur maður ekki heyrt hvað Sif er sæt og hvað Ingibjörg Sólrún sé gribbuleg. Er einhver að hlusta?

Well - verð að hlaupa, er nefnilega að fara í ræktina... ;)

Sif

Mér finnst þetta ekki ósennilegt, það er ótrúlegt hvað við konurnar erum óöruggar með útlitið. Varðandi buxurnar í skápnum Lína, ég á að minnsta kosti fimm slíkar buxur, allar í mismunandi stærðum og stefni á að komast í þær í réttri röð ;)
En við dæmum alltaf eftir útliti, sérstaklega þegar við erum að hitta manneskju í fyrsta sinn. Ég las nú fremur áhugavert blogg hjá ungri sjálfstæðiskonu sem var að tala um að verðandi borgarstjóri okkar væri ekki nógu vel útlítandi og því væri þá skárra að hafa glæpamanninn (hennar orð, ekki mín) við völd. Hvað segir þetta okkur?

Sóley

halló skralló - þetta er svo mikið í hausnum á okkur, þ.e. hvernig okkur líður með okkur sjálfar. fara bara og kaupa sér stærri buxur og henda út þeim gömlu - manni líður bara illa af því að vera að pína sig svona. þegar allt kemur til alls þá dáumst við ekki af útliti þeirra sem okkur þykir mest vænt um heldur persónuleika þeirra og ekkert er eins fallegt og manneskja sem líður vel með sjálfri sér (úps, ældi, en þetta er samt satt!) bara get over it, think positive ;)

vaka

.....étið og verið glöð! Sit einmitt með morgunkaffið og morgunvöffluna og rúlla í gegnum morgunbloggið! - já, prófstressið er allveg að drepa mann;)

x

Það er rosalegt bjartsýniskast í gangi hjá ykkur stelpur. Ég held að ég hafi skipt fimm sinnum um skoðun varðandi útlit mitt í dag, ákveðið í tvígang að nú gangi þetta ekki lengur, að hungurverkfall sé eina vitið. Vantar bara málstaðinn. Þegar ég renni yfir daginn í huganum átta ég mig á því að 5 manneskjur hafa haft orð á því í dag hvað ég sé sæt, einstaklega falleg í dag, kom meira að segja að fólki að ræða það í morgun. Engu að síður flökrar mér við sjálfri mér. Gráleitt skvapið í speglinum, útbelgdur kviðurinn, hangandi brjóstin. Ólöguleg sem mest má vera. Að kenna "kvennablöðum" um er töluverð einföldun, aldrei les ég þau. Það er eitthvað annað að hjá okkur.

The comments to this entry are closed.

My Photo

Diskurinn

February 2007

Sun Mon Tue Wed Thu Fri Sat
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      
Blog powered by Typepad