Hér má sjá útsýnið út um gluggann á 36. hæð byggingarinnar þar sem íslenska sendinefndin við Sameinuðu þjóðirnar er með skrifstofur. Ekki leiðinlegt að hafa þetta fyrir augunum á hverjum degi.
Borgin heillaði mig algjörlega upp úr skónum og það er alveg ljóst að þangað á ég eftir að koma oft. Ferðin var eiginlega frábær í alla staði og ég veit ekki hvernig ég get komið henni til skila.
Skoðaði byggingu Sameinuðu þjóðanna, MOMA, campusinn hjá Columbia háskóla, margar götur og nokkrar búðir auk frábærra klúbba og veitingastaða. Þessi borg hefur það allt. Ég skil ekki hvernig fólkið þarna getur verið í eðlilegum holdum miðað við hvað maturinn er góður.
Gerði heiðarlega atlögu að þessari risavöxnu gulrótarköku en varð að gefast upp - og er ennþá södd.
Lenti á fimmtudagsmorguninn eftir snilldarheimferð og spændi beint í vinnuna, enda er ég ómissandi. Síðan þá er búið að vera Kleppur - Hraðferð að gera og það er bara fínt. Skóli, vinna, karate, djamm og samvera með vinum og fjölskyldu.
Stundum held ég að lífið sé fullkomið...