Undanfarin fjórtán ár hef ég staðið á því fastar en fótunum að ég sé sléttir einn og sextíu. Og hver veit, kannski hefði ég farið í gegnum lífið án þess að efast um smæð mína, ef ekki hefði verið fyrir heilsufarskönnunina sem ég fór í í vinnunni í dag.
Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega að ég var mæld - og reyndist vera hundraðsextíuogþrírkommasjö sentimetrar. Ég hef sumsé hækkað um 2,3% frá því í morgun.
Ja hérna hér!
Jiiiiiminn...alltaf að græða!! :) hei og takk fyrir síðast. Glimrandi fín gleði!
ps. fylgdi vigtun með í heilsufarspakkanum :D
Posted by: Ásdís Rósa | Tuesday, November 22, 2005 at 15:24
Þú átt eftir að ná mér áður en ég veit af ;)
Posted by: Júlía Rós | Tuesday, November 22, 2005 at 22:03
Takk fyrir mig í hádeginu, gaman að koma til þín. Láttu þér batna og sjáusmt á sunnudaginn.
Posted by: Júlía Rós | Wednesday, November 30, 2005 at 14:43
Ef þú stækkar og ég minnka (sem er sko alveg að gerast, svona statistically... no way but down hjá mér sko) getum við hist í svona 170! :D Vona að þú hafir náð heilsu og sért hress og kát á nýjan leik.
Posted by: Bryndís N | Thursday, December 01, 2005 at 00:12