Vaknaði tuttuguogsjö ára í morgun í fyrsta skipti. Frekar ljúft ef ég á að segja eins og er, enda var hellt upp á kaffi fyrir mig*, smurt handa mér brauð og mér gefinn pakki.
Skundaði í skólann eftir indælan morgunmat og hélt rúmlega klukkutíma fyrirlestur um eftirfylgni í verkefnum fyrir syfjaða verkfræðinema. Var stressuð til að byrja með - en svo gekk þetta eins og í sögu. Ekki mjög skemmtilegri sögu kannski, nema þið séuð ubernörd, en sögu engu að síður.
Verandi mesta dekurbarn á Íslandi er ég svo klædd í afmælisdress fyrir tugi þúsunda frá móður minni. Virðist ekki skipta miklu máli hversu gömul ég er, ég er alltaf yngsta barnið og dekurbarnið. Ekki mikið hægt að kvarta yfir því.
Vinnudagur framundan og svo matur á Banthai og afmælisbjór á einhverju öldurhúsi bæjarins með góðu fólki.
Lífið er gott.
*í skjöldóttu cappuchinovélinni sem hávaxni myndarlegi maðurinn gaf mér í gærkvöldi. Hún heitir Mukka og er frá Bialetti og gerir nýjan eiganda sinn svooooooo glaðan.
Til hamingju með afmælið sæta!
Posted by: Sif | Monday, November 14, 2005 at 10:29
Hæ hæ og til hamingju með daginn :)
hummm..hver er þessi hávaxni myndarlegi maður??
Er ég að missa af einhverju ;)
Flott kaffikannan! Örugglega eitt besta kaffið sem kemur úr henni..
Ég sökka algjörlega fyrir kusunum!!!
Eigðu góðan dag sæta!
Posted by: BarbaraHafey | Monday, November 14, 2005 at 10:44
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Lína
hún á afmæli í dag!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ :)
Posted by: Júlía Rós | Monday, November 14, 2005 at 11:56
Til hamningju með afmælið sæta mín :)
Posted by: Sóley | Monday, November 14, 2005 at 14:13
Til hamingju með afmælið sæta mín :)
Posted by: Sóley | Monday, November 14, 2005 at 14:14
Æ hvað þið eruð allar sætar :) Takk fyrir mig
Posted by: Lína | Monday, November 14, 2005 at 14:18
Til hamingju með ammmmlið...jeiiiijj
Posted by: Fanney | Monday, November 14, 2005 at 15:38
Hæ Lína mín
Ástarkveðjur frá New Yorkinni og til hamingju með afmælið! vonandi áttiru sætan dag!! koss og knús
Lára
Posted by: Lára | Tuesday, November 15, 2005 at 02:29
..ég kýs að hamingja þig aftur á þessum vettvangi....til hamó elsku Lína!
Posted by: Ásdís Rósa | Tuesday, November 15, 2005 at 16:04
Til lukku með daginn. Vonandi áttirðu yndislegan dag! Knús
Posted by: Erla Tryggva | Wednesday, November 16, 2005 at 03:31