Kæru lesendur nær & fjær, takk fyrir afmæliskveðjurnar :)
Átti fullkominn afmælisdag sem hófst með morgunmat í faðmi nútímafjölskyldunnar*, borðaði hádegismat með skjallbandalaginu og fékk svo syndsamlega Jóa Fel köku í vinnunni minni.
Brunaði til stóru systur minnar eftir vinnuna - enda freistaði þar afmælisgjöf. Stóra systir er alveg með á hreinu hvað gleður litlu systur og gaf mér svakaflotta Campers Twins skó. Já - þetta afmælið eignaðist ég þrjú ný skópör. Ekki að ég eigi við einhvers konar fíkn að stríða...
Sökum svefnleysis varð ég að leggja mig fyrir kvöldmatinn og eftir quality knús bauð HMM** mér á Banthai þar sem okkur var sýnt hvernig núðlur og karrí eiga að vera. Mmmmmm...
Gott fólk hitti okkur síðan á Bölinu þar sem við innbyrtum nokkra bjóra og snillingarnir Sóley & Gauti færðu mér Hugleikssafnið innpakkað í bleikt karatebelti.
Hetjan handan við hafið átti víst hugmyndina að þessu belti og fær hún sérstakar þakkir fyrir. Hlakka til að fá þig heim Vaka!
Enduðum svo uppi í sófa með West Wing og Djúpan þar til víraði álfurinn datt út af. Frábær dagur.
*Víraði álfurinn, freki persinn Bismark og Hávaxni myndarlegi maðurinn
**HMM = hávaxni myndarlegi maðurinn. Hann heitir Matti & er sætastur