Gleðilegt ár lömbin mín :)
Nýtt ár að byrja eina ferðina enn. Hvernig getur tíminn liðið svona hratt?
2005 highlights:
- Karateferillinn hófst í janúar
- Höfuðborg heimsins var heimsótt í mars
- Ég & brósi keyrðum kringum landið að heimsækja Sóleyju sætu
- Ég fékk nýjar vinnur í júlí
- Karateæfingabúðir á Laugarvatni
- Ágúst var highlightmánuðurinn. Ég klifraði upp á Snæfell, vann Tekkenmót & eignaðist kærasta. Vei! Svo mætti ég líka í fyrsta skipti í HÍ sem kennari...
- Í september breyttist ég úr lyfjagúrú í hagamús
- Í nóvember varð ég fullorðin og hækkaði um fjóra sentimetra. Ég fór líka í óvissuferð um íslenskt heilbrigðiskerfi
Sumsé alveg prýðilegt. Dekkri hliðarnar voru erfið veikindi afans míns sem braggaðist sem betur fer og sú staðreynd að einn af vinum mínum vill ekki vera vinur minn lengur.
2006 verður örlagaárið. Víraði álfurinn ætlar að:
- Standa sig í vinnunni
- Marka stefnu í náminu
- Kaupa stærri kassa utan um sig & HMM
- Fara til framandi lands
- Vera góð við vini & vandamenn & njóta lífsins til fullnustu
Amen
Þetta var nú aldeilis skemmtilegt blogg :) Ég var að panta mér ferð til smá framandi lands rétt í þessu.
Posted by: Júlía Rós | Tuesday, January 03, 2006 at 16:07
Vera góð við vini & vandamenn & njóta lífsins til fullnustu
Þannig að ég á von á afmælisgjöf þetta árið?
Posted by: Halldór Björn | Tuesday, January 03, 2006 at 17:21
já, 2005 var gott ár og held að 2006 verði það líka :)
Posted by: Sóley | Friday, January 06, 2006 at 20:00