Ferðaáætlun víraða álfsins og HMM er nú orðin ljós og lítur svona út*:
- 4. - 8. júní: Berlín
- 8. - 14. júní: París
- 14. - 20. júní: Valencia
- 20. - 24. júní: Madríd
Sumsé borgarferð með strandarinnskoti. HMM hefur komið til Berlínar og víraði álfurinn til Parísar en ekki er hægt að segja að þau þekki borgirnar vel. Því er við hæfi að þeir lesendur sem þekkja til staðanna láti ljós sitt skína og bendi skötuhjúunum á seværdigheder í þessum borgum. Parið langar að hangsa og slæpast á skemmtilegum stöðum en líka skoða söfn og áhugaverðar byggingar.
Ef þið, lesendur góðir, þekkið til skemmtilegra kaffihúsa, tónleika- og veitingastaða, flottra búða eða markaða, eða einhvers annars sem þið haldið að okkur gæti hugnast, kommentið endilega.
Koma svo!
*ef þú ert ókunnugur innbrotsþjófur og hefur hug á að stela rauða sjónvarpinu úr stóra kassanum í fjarveru minni, þá verður kassinn í pössun