... að á sunnudaginn komst ég að því að ég á sama afmælisdag og Astrid Lindgren.
Það er svalasta nýja staðreyndin í höfðinu á mér þessa dagana.
David A. Vise: The Google Story
Varð að grípa þessa bók á flugvellinum í Stokkhólmi. Hún lítur vel út og mig langar gjarnan að þekkja þessa sögu. Hins vegar virkar hún svolítið mikið Hallelúja á mig...
Orson Scott Card: Speaker for the Dead
Enders Game og Lost Boys, báðar eftir sama höfund, eru einar allrabestu bækur sem ég hef lesið. Ég laumaðist inn á hótelherbergi á miðnætti í mjög skemmtilegu Actavisdjammi til að klára síðustu 30 blaðsíðurnar af Enders Game áður en ég hélt áfram að djamma. Hlakka til að komast að því hvort þessi er svona góð.
Stephen R. Covey: The Seven Habits of Highly Effective People: Restoring the Character Ethic (A Fireside Book)
Systir mín hefur tröllatrú á þessari bók og James Bond var líka aðdáandi. Er rétt byrjuð og veit ekki alveg hvernig mér líst á hana.
Steven D. Levitt: Freakonomics: A Rogue Economist Explores the Hidden Side of Everything
Einar tilvonandi samkennari minn lánaði mér hana á dögunum, enda mjög hrifinn. Pælingarnar eru skemmtilegar og hugsunin vissulega frumleg. Ég er ekki viss um að ég sé endilega sannfærð um margt sem Levitt segir en ég hef gaman af bókinni.
Carlos Ruiz Zafon: The Shadow of the Wind
Á íslensku heitir hún Skuggi vindsins og fæst í kilju í næstu bókabúð. Ljóðræn, spennandi, skemmtileg, fyndin og sorgleg. Ég gat varla lagt hana frá mér og get varla mælt nógu mikið með henni.
Joe Tidd: Managing Innovation: Integrating Technological, Market and Organizational Change
Nýsköpun í fyrirtækjum frá ýmsum vinklum. T.d. er rætt um þegar P & G fann upp cyclodextrin, notaði það í fjölda af sínum vörum og seldi fyrirtækjum sem ekki voru í samkeppni leyfi til að nýta það. Ég hef reynt að panta svoleiðis og mér finnst gaman þegar ég finn bragðið af skólanum.
« Ofdekruð & spillt | Main | Gulrætur, google & guð »
The comments to this entry are closed.
Comments