Og svo kemst ég aldrei lengra í höfðinu á mér þegar ég undirbý fyrsta fyrirlestur vetrarins í Verkefnastjórnun 1 - áætlanagerð, sem hefst stundvíslega klukkan 8:20 í fyrramálið í VR2 (ekki að ég sé að bjóða ykkur að koma að fylgjast með).
Hefst þar með ferill minn sem stundakennari við þá merku stofnun, Háskóla Íslands (í fyrra var ég bara aðstoðarkennari). Glærurnar og námskeiðslýsingin eru komnar á netið, samræmingarfundirnir eru búnir og allt er klappað og klárt. Það er ekki laust við smáskjálfta, en mér til furðu er ég eiginlega bara miklu meira spennt en kvíðin.
Wish me luck.