Í stóra kassanum er þessa dagana að finna ærið safn ýmissa leikfanga. Þar búa tvær laptoptölvur, ein PS2, ein psp og önnur er í heimsókn og um helgina bættist við nýr fjölskyldumeðlimur.
Nintendo DS Lite heitir tækið sem HMM gaf álfinum í tilefni árs afmælisins. Hún er lítil og sæt og henni fylgir penni sem notast á neðri skjáinn sem er snertiskjár.
Með í pakkanum var leikur um skopparaboltann Kirby. Tóm snilld :)
Menningarnæturhelgin skemmtileg að mestu, álfurinn fór á Chippendales með Skrímslunni og ofbauð hegðun íslenskra kvenna, eyddi yndislegum laugardegi með HMM og góðum vinum, borðaði góðan mat á Vín og Skel og fór hamförum á Barnum síðar um nóttina.
Sunnudeginum var að mestu varið í sófahangs, utan heimsóknar til Birnunnar sem í dag heldur til Washington að nema við Georgetown. Verður hennar sárt saknað.
Comments