Nú ætla ég að gefa lesendum mínum uppskrift að góðri byrjun á hverjum degi.
Eftirsturtuknús:
- Ein sturta
- Ein nývöknuð stúlka
- Einn sofandi strákur
- Hlýtt rúm
Stillið sturtuna á þægilegan hita. Farið undir vatnið og þvoið andlit, hár og líkama. Skrúfið fyrir vatnið. Þurrkið líkama og vefjið handklæðinu um hárið. Skríðið upp í hlýja rúmið til sofandi stráksins og vekið hann með knúsi. Knúsið þarf að lágmarki að vera ein mínúta, en hámarksárangur næst með fimm mínútum. Farið svo brosandi inn í daginn.
Öfund!
Posted by: Bjarni Rúnar | Friday, October 20, 2006 at 07:56
Ég vissi ekki að þig langaði svona að knúsa Matta. Þegar þú kemur heim um jólin getum við kannski fundið eitthvað út úr þessu ;)
Posted by: Lína | Friday, October 20, 2006 at 09:21
Hvað kemur svo á eftir 5 min knúsi????
Posted by: Fanney | Friday, October 20, 2006 at 20:28
Þá fer skynsama fólkið á fætur og leggur af stað út í daginn. Nema stundum...
Posted by: Lína | Sunday, October 22, 2006 at 19:00
hmmm. mig langar að prófa þessa uppskrift. hvar kaupirðu svona strák?
Posted by: Ásdís Rósa | Wednesday, October 25, 2006 at 11:13
Ég fann hann á Kaffibarnum - kannski eru fleiri svona til þar?
Posted by: Lína | Wednesday, October 25, 2006 at 11:52