Fyrir einhverju síðan bloggaði ég um leynihugsanir sem vildu út og fyrir stuttu um draumana sem maður ætti að elta, hugsanlega bara til að drepa þá.
Ég er stelpan sem er fædd undir heillastjörnu og stelpan sem fær allt sem hún vill.
Í dag fékk ég frábærar fréttir og prufukeyrði Mini Cooper, draumabílinn minn. Ég borðaði líka ofsagott sushi á Maru og naut kvöldsins með góðum vinum.
Bryndís Ísfold, góðvinkona mín, er að bjóða sig fram í sjötta sæti Samfylkingarinnar í komandi prófkjöri og mér er alveg sama hvort þið eruð rauð eða blá, græn eða gul, þessi stúlka á erindi á þing. Hún er með kosningamiðstöð á Laugavegi 35 þar sem þið getið rætt við hana og kynnt ykkur stefnumálin hennar. Heimasíðan hennar er hér.
Comments