Hver kannast ekki við að vera að verða batteríslaus annars staðar en heima hjá sér og spyrja: "áttu xxx hleðslutæki?" Og ef xxx er Nokia og síminn þinn er af algengri tegund gætirðu verið heppinn og fengið smá juice.
Líkurnar eru sumsé frekar á móti heldur en með. Í Kína nenna menn þessu bulli ekki lengur og ætla að hafa eitt ríkishleðslutæki fyrir farsíma. Á venjulegum degi væri ég varla hrifin af hugmyndinni, svona upp á prinsippið, en í dag er ég illa sofin og pirruð og sé svo gjörsamlega kostina sem eru margfalt fleiri en gallarnir. Nema að hugsað sé út frá framleiðendum hleðslutækja.
Næst sting ég upp á ríkishleðslutækinu, græjunni sem getur hlaðið gemsann, lappann, DS lite, psp, myndavélina og ipodinn. Koma svo!
Comments