Ég er lítið tækjadýr. Litlir, silfurlitaðir hlutir með tökkum og ljósum geta gert mig alveg vitlausa. Dagur í Kringlunni í fataleit er martröð, dagur í Kringlunni í tækjaleit er skemmtun. Þannig er það bara.
Núna ætla ég að blogga um símana mína. Ef þú hefur ekki áhuga geturðu hætt að lesa hér.
Sími #1 - Fyrsti farsíminn minn var Siemens sími hvers gerð ég man ekki. Sími #2 á myndinni hér við hliðina er svipaður honum. Bróðir minn svindlaði honum inn á mig þegar hann ákvað að fá sér Nokia bananasíma. Árið var 1997 og ég bjó í Kaupmannahöfn og átti gsm síma. Það voru góðir dagar. Þessi sími var álíka stór og meðalmúrsteinn og hann þjáðist af óheppilegu sambandsleysi. Ég var ein af ca. 10% Íslendinga sem átti gemsa og ég var svooooo töff.
Sími #2 - Nokia 1610. Hann var nýr, hann var ódýr, ég var blankur námsmaður. Ég skammaðist mín reyndar dálítið fyrir hann enda áttu allir sem voru alvöru fólk árið 1998 Nokia 5110 og í honum var Snake. Ohhh....
Sími #3 - Nokia 3210 var fyrsti síminn sem ég girntist lengi áður en ég keypti hann. Ég var að vinna hjá reykjavik.com með fullt af tækjanördum og mig minnir að ég hafi getað keypt hann í gegnum vinnuna. Loksins átti ég þá síma með Snake. Nóttina fyrir prófið mitt í líkindafræði og tölfræði setti ég snake metið. Ótrúlegt hvað símaleikir eru freistandi í lærdómi. Þessi sími olli mér hins vegar talsverðum vonbrigðum og þess vegna skipti ég honum út fyrir ...
Sími #4 - Nokia 3310. Árið var 2001 og ég bjó í Danmörku hjá mömmu. Síminn sem ég átti var ekki að gera sig og mér til mikillar heppni var ég að vinna með stúlku sem átti 3310 en vildi 3110. Við skiptum og ég fékk nýjan síma. Hann var þó ekki mér sérstaklega að skapi og um leið og ég fékk vilyrði fyrir vinnu hjá Delta sem nýútskrifaður verkfræðingur keypti ég mér nýjan dýran og fínan síma, þann besta sem ég hef átt hingað til.
Sími #5 - Ég græt þennan síma ennþá. Fegurðin, notagildið og blái skjárinn fóru alveg með mig. Ég borgaði 40000 krónur fyrir hann árið 2002, á sama tíma og ég keypti Bismark á raðgreiðslum og ég elskaði þá báða þó Bismark hafi aðeins haft vinninginn. Eftir að hafa rispað kampavínslitað hulstrið keypti ég mér rautt hulstur og hann varð ennþá fegurri. Á bleika daginn sumarið 2003 týndi ég honum á djamminu og síðan þá hef ég reynt að kaupa hann á e-bay, hringt í Hátækni, Símann og Vodafone til að reyna að hafa upp á honum og fengið vel tengda menn í upplýsingatæknigeiranum til að reyna að finna svona fyrir mig. Nú er ég með lead á einn...
Sími #6 - Nokia 6100. Hræðileg vonbrigði. Dýr, nettur, frekar vel hannaður en þjáðist bara fyrir samanburðinn við forvera sinn. Átti hann lengi, eða í rúm tvö ár, en varð aldrei sátt við hann. Sá sími endaði ævina í höndum HMM eftir að vera orðinn mállaus og lamaður. Ég ætla að skrúfa hann í sundur og fikta í honum á næstu dögum.
Sími #7 - Sony Ericson k750i. Frábær myndavél og flott hönnun. Valdi hann þegar ég mátti velja mér síma þegar ég byrjaði hjá Högum. Ég og Jón Ellert fórum í nokkrar búðir og ég endaði á að velja þennan eftir að hafa velt fyrir mér hvað í #8%$ hefði komið fyrir hönnunardeildina hjá frændum mínum í Nokia. Þetta var fyrsti síminn frá því ég átti Siemens hlunkinn í upphafi ferilsins sem ekki var af finnskum uppruna. Sony stóðu sig vel til að byrja með, en síðan bilaði myndavélin og þá hætti ég að elska hann. Þá var ég líka farin að renna hýru auga til síma sem gerðu meira... Fína fólkið í vinnuni átti Qtek og mig langaði líka.
Sími #8 - Qtek 8310. Frábær græja. Lítill nettur og kraftmikill. Hver vill ekki getað Googlað einhverja vitleysu klukkan þrjú um nótt á Kaffibarnum? Algjör snilld að geta fengið tölvupóst í símann, skoðað atthachment, tekið myndir og leikið sér. Þessi græja var statussymbol og top of the line.
Sími #10 - Nokia 6103. Línusíminn er rauður og hann er samlokusími, þrátt fyrir að ég hafi einhvern tímann ákveðið að slík tæki væru asnaleg og ekki fyrir mig. Hann kostaði ekki svo mikið og var keyptur vegna þess að batteríið var hlaðið og álfurinn var á hraðferð. Stendur sig nokkuð vel og gerir allt sem hann á að gera. Ég saknaði þess fyrst að fá ekki tölvupóstinn í símann, en m.v. magnið af pósti sem ég fæ þessa dagana er það líklega bara fínt. Myndavélin er svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir og alls ekki á par við nýja Sony Ericson símann sem ég er pínulítið að daðra við í huganum þessa dagana. Sá sími er sá fyrsti frá SE sem hefur fengið að bera Cybershot brandið. But I digress...
Ég trúi því ekki að ég hafi lesið alla færsluna, pwwuuu!
Posted by: Sóley | Saturday, December 09, 2006 at 18:54
Ég las líka alla færsluna, jafnframt því að reynda að minnast farsímana sem ég hef átt í gegnum ævina! Held að þeir séu svona fimm-seks.
Enginn af þeim hefur verið með myndavél en ég þurfti að leggja töluvert mikið á mig þegar ég keypti núvernadi síman minn því það að ná í símtæki sem var myndavélalaust reyndist þrautinni þyngri.
Þessi sími er blár og frá nokia. Framan á hann er ég búin að líma miða þar sem stendur Vaka Best og aftan á hef ég ritað tölupóstfangið mitt með rauðum glærupenna. Þannig að ef síminn týnist, þá getur einhver heiðarlegur borgari bara sent mér tölvupost og tilkynnt mér um símafundinn...
Posted by: vaka | Saturday, December 09, 2006 at 21:13
Uh... your Sími #4 is the one I'm still using now. Except mine is still in its unfashionably navy blue cover.
Well, I'm not upgrading it until the Apple phone comes out.
Posted by: Annie Rhiannon | Sunday, December 10, 2006 at 00:36
Lína, hafi ég þurft á áminningu að halda um það hversu vænt mér þykir um þig -nákvæmlega eins og þú ert- þá fékk ég hana með því að lesa símafærsluna. Færslan er góð en snilldin, snilldin ert þú.
Hvernig stendur þó á því að þú ert ekki komin með blackberry? Hér í mammonsríki er enginn maður með mönnum nema með blackberry (og reyndar gamla símann í töskunni því græjan er alltaf að klikka). Ég hef svolítið gaman af nýja Verizon/LG símanum sem heitir Chocolate: "Part MP3 Player. Part Phone. Totally Sweet." Hmmm... líklegast er ég bara ein af mörgum súkkulaðifíklum sem fellur fyrir myndíkingunni.
Ég stend þó á því fastar en fótunum að síminn minn sé með besta mögulega aukafítusinn, í raun þann eina sem skvísa þarf á að halda í hringiðu hversdagsins: varalitaspegil.
Posted by: Birnan | Sunday, December 10, 2006 at 21:55
Var sími númer 9 ósýnilegur...
..og hvers vegna í ósköpunum ertu komin aftur í nokia..það er synd!
Posted by: fanney | Monday, December 11, 2006 at 00:20
Fanney fær verðlaunin fyrir að átta sig á að það var enginn sími númer níu. Ég var reyndar um tíma með frekar flottan motorola síma sem ég einhverra hluta vegna nennti ekki að finna. Og ástæðan fyrir Nokia fetishnum er sennilega sími #5...
Birna - ég sakna þess að vera ekki með varalitaspegil, það er kúl fítus. Og takk fyrir hlý orð í mín garð sæta mín. You love me just the way I am ;)
Annie - I´m looking forward to seeing the apple phone, just see the previous post on the subject.
Vaka - það er gott að þú ert með Vaka Best framan á símanum þínum. Það er satt :)
Sóley - takk fyrir að lesa. Varstu eitthvað að dissa færsluna?
Posted by: Lína | Monday, December 11, 2006 at 09:08
Váts...10 símar á alveg næstum jafn mörgum árum! Það eitt er afrek út af fyrir sig í minni bók.
Fékk minn fyrsta síma gegn vilja mínum í jólagjöf það herrans ár 1998 og hef látið 2 duga síðan þá, og endurnýjað aðallega vegna hópþrýstings frá tækjaóðu fólki eins og þér, þar sem þeir virka allir enn þann dag í dag. Enda finnskættaðir allir þrír; 5110, 3330 og 6110 :)
Hvernig var annars með prógrammið hjá þér nördastelpa...eru jólin að yfirbuga þig, eða eigum við að stefna á hitting í vikunni?
Posted by: skrimslan | Monday, December 11, 2006 at 17:41
Hi Lína,
Loong time since I saw your blog. Even if my Icelandic is quite mediocre I belive you're presenting your list of mobiles. Am I right? I'm still on my 5th myself.
Hope all is good.
*Klem, Vegar
Posted by: Vegar Lie Arntsen | Thursday, December 14, 2006 at 09:58
Hi Vegar :)
Yup, it´s a list of all my mobiles, your Icelandic is not letting you down.
Hugs,
Lína
Posted by: Lína | Thursday, December 14, 2006 at 11:09