... og víraði álfurinn er, ásamt góðum hópi vinnufélaga, á leið til Atlanta að heimsækja hvítu úlfana. Ekki slæmt það.
Fyrstu vikur ársins hektískar og afi álfsins liggur á spítala. Það hreyfir við álfahjartanu og hrærir í álfahausnum enda einstakt eintak þar. Maðurinn sem kenndi mér að "maður verður að gera fleira en gott þykir" og "það á ekki að leggja stein í götu annarra". Hvort tveggja ætla ég alltaf að muna.
Hjálmar í eyrunum og nóg af vinnu í inboxinu. Þannig er lífið gott.
Skemmtu þér vel úti, og ekki hafa neinar áhyggjur af afa....hann verður hérna að minnsta kosti næstu 10 ár.
Posted by: Halldór | Wednesday, January 17, 2007 at 15:47
Hahahaha - takk fyrir það. Já, ég vildi gjarnan hafa afa hérna næstu 10 árin.
Posted by: Lína | Monday, January 22, 2007 at 13:34