Úff. Tveimur dögum eftir handboltaleikinn mikla og mér líður ennþá eins og ég hafi persónulega klúðrað einhverju. Vaknaði nóttina eftir leikinn við það að ég var að velta því fyrir mér hvernig í ósköpunum Danir hefðu náð þessu síðasta marki og hvort það væri í alvöru þannig að við hefðum ekki komist áfram.
En ég held að ég hafi sjaldan séð jafnskemmtilegan handbolta og á þessu móti. Leikurinn á móti Frökkum og leikurinn á móti Dönum voru einhverjir þeir mest spennandi sem ég hef nokkurn tíma séð og ég get ekki annað en verið sátt.
Svo er meiri handbolti í dag - við verðum þá bara að taka 5. sætið.
Comments