Undanfarið hefur bloggmojoið ekki verið upp á marga fiska. Það er eitthvað sem passar ekki, eitthvað sem virkar einhvern veginn ekki. Ég veit ekki af hverju. Þess vegna hef ég ákveðið að hætta að blogga á þessari síðu og byrja upp á nýtt.
Ég hef haft ofsalega gaman af því að hafa þessa síðu til að tjá mig um heiminn eins og ég sé hann, uppátæki og fjölskyldu og skrýtna hluti á internetinu og í henni veröld. Þó er mál að linni.
Ég ætla að blogga á ensku og ég ætla að blogga um aðra hluti. Það ætla ég að gera hérna.
Yfir og út.
Víraði álfurinn.