Þegar ég var í jóga hjá Guðjóni Bergmann skemmti ég mér dálítið yfir ítarlegum leiðbeiningum sem finna mátti inni á kvennaklósettinu og tóku strangt fram að EKKI MÆTTI HENDA HANDÞURRKUM Í KLÓSETTIÐ - það myndi stíflast. Síðan eru liðin fimm ár og jógaferli mínum lokið í bili. Hins vegar hef ég á þessum fimm árum þónokkuð oft orðið vör við miða á salernum víðs vegar um bæinn sem vara við því að handþurrkum sé hent í klósettið. Nú síðast hér á súpersvölum skrifstofum CCP. Ég hef tekið eftir mynstri, en allar eru hættulegu handþurrkurnar af gerðinni Lotus Professional. Þá spyr ég: "Hvers vegna halda menn áfram að kaupa þessa bráðstíflandi tegund? Væri ekki einfaldara að kaupa eitthvað sem stíflar ekki?"
Þessi pæling bliknar þó í samanburði við nýjustu fréttir, en Oddur Máni Malmberg, fimmtán ára frændi minn og fótboltasnillingur, hefur verið valinn í unglingalandsliðshópinn. Til hamingju!!!
Comments