Allt að gerast og enginn tími til að blogga.
Matti sætasti átti afmæli á föstudaginn og af því tilefni var efnt til surprise afmælisveislu fyrir hann á föstudagskvöldið. Álfurinn þurfti af því tilefni að halda pókerfeisi í nokkra daga og sökum upptekni og sveimhugni fórst honum það afspyrnuvel úr hendi.
Fyrst var farið með afmælisbarnið á Vín og Skel þar sem snæddir voru sjávarréttir og drukkið hvítvín. Á sama tíma voru vinir afmælisdrengsins og velunnarar í óðaönn að skreyta stóra kassann og bera inn veigar. Þegar skötuhjúin mættu svo til síns heima höfðu gestirnir falið sig og görguðu síðan Sörprææææs! í kór. Svipurinn á HMM var afar kómískur svo ekki sé meira sagt.
Hófst þar með afmælisdjamm með stæl sem lauk ekki fyrr en seint næsta morgun. Kvöldið eftir var svo djamm endurtekið í afmælisveislu Arend, singaporíska þjóðverjans sem vinnur hjá CCP og er mikill snillingur.
Svo kom kreisí mánudagur í vinnunni og allt að gerast og á morgun er ég að fara til Lyon á Game Connection. Gaman gaman.
Kem aftur á föstudaginn.