Einhverra hluta vegna er ég algjörlega sammála um að ég sé að missa af internetinu.
Sami rúnturinn, 70% blogg, 30% fréttir, er farinn daglega og fátt nýtt dettur inn. Ég er enn í því að sumar síður eru í bookmarks og aðrar man ég bara og hef t.a.m. ekki nýtt mér RSS feed af neinu viti. Að sama skapi er ég viss um að ég gæti skipulagt tíma minn betur og verið afkastameiri, ef ég bara vissi hvernig...
Þannig að, þið vinir mínir sem nýtið ykkur feedin og lumið á góðri tímastjórnunartækni megið endilega deila leyndarmálum ykkar með mér í kommentakerfinu. Það væri mjög vel þegið. Sömuleiðis ef þið vitið um fréttasíður eða blogg sem mér sem tölvuleikjaframleiðanda væri óhollt að missa af.
Hvernig finnst ykkur svo nýja lúkkið? Ég er ekki alveg nógu ánægð með það en það var kominn tími á breytingar... Ef einhver er klár að layoutera blogg og langar að eiga inni hjá mér greiða má sá hinn sami endilega gefa sig fram.
P.s. - ég á núna fallegasta tæki í heimi og enga peninga.